Fókus í Músiktilraunum

16.mar.2023

Í síðustu viku sögðum við frá stúlknabandinu Fókus sem spilaði m.a. á Nýtorgi þegar menningarverðlaun sveitarfélagsins voru afhent og eins á Blúshátíð um síðustu helgi.

Nú er komið í ljós að hljómsveitin tekur þátt í Músiktilraunum og mun spila laugardaginn 25. mars í Hörpu. Hljómsveitin hefur æft stíft undanfarið og flytur bæði frumsamin lög og ábreiður. Núna eru frumsömdu lögin þeirra komin á netið og hægt er að hlusta á þau hér. 

Undankvöldin í Músiktilraunum að þessu sinni eru fjögur þar sem um það bil 40 hljómsveitir sækjast eftir því að komast í úrslit. Það verða 10 – 12 hljómsveitir sem komast í úrslit og úrslitakvöldið verður þann 1. apríl.

Okkur finnst frábært að hljómsveitin taki þátt í Músiktilraunum og það verður sannarlega gaman að fylgjast með. Þeir sem eru á höfðuborgarsvæðinu geta farið í Hörpu til að hlusta á bandið. Gert er ráð fyrir að hljómsveitin spili um 19:30. Hægt er að kaupa miða á tix.is. Við óskum okkar konum góðs gengis.

 

Aðrar fréttir

Útskriftarefni dimmitera

Útskriftarefni dimmitera

Það má segja að allt hafi verið á hvolfi í FAS í morgun. Ástæðan er sú að væntanleg útskriftarefni ákváðu að breyta hefðbundinni uppröðun í rýmum skólans og laga þar aðeins til. Þar var hugmyndflugið látið ráða og ekki verið að velta mikið hönnun innandyra fyrir sér....

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS fer fram laugardaginn 25. maí í Nýheimum. Athöfnin hefst að þessu sinni klukkan 12:30. Það verða útskrifaðir stúdentar og einnig nemendur úr fjallamennskunámi FAS. Allir eru velkomnir á meðan að húsrúm leyfir og við vonumst til að sjá sem...

Nýtt nemendaráð kynnt

Nýtt nemendaráð kynnt

Það er heldur betur farið að styttast í yfirstandandi skólaári og þá er ekki seinna að vænna en að fara að huga að næsta skólaári. Undanfarin ár hefur nemendaráð verið kynnt í lok skólaárs. Að þessu sinni kom eitt framboð og það því sjálfkjörið. Það eru þær Helga...